Leita í fréttum mbl.is

Sorg í fjölskyldunni.

Það varð nú ekkert af hundadeitinu í gær, enduðum á dýraspítalanum. Við vorum semsagt klædd og klár á leiðinni út um dyrnar, þegar litla skottan hún Ronja verður eitthvað skrítin, lá bara á gólfinu við dyrnar og virtist mjög utangátta. 'Eg tók hana upp og var hún nokkuð stýf og ringluð, svo ég setti hana niður á gólf og þá veltist aftur endinn og virtis thún ekki hafa nokkra stjórn á neðri hluta búksins.Vildi svo til að vinkona mín var í heimsókn, og vissi hún af nágranna mínum sem er all fróð um hunda. Ekki spurt að því, stökk hún yfir og sótti hana, var ég þá komin með símann í hendurnar og ekki höfð mörg orð um það....bara beint á Dýraspítalann.Þegar þangað var komið var mín svona nokkurnveginn búin að jafna sig, ekki hafði hún komist í neinn óþverra, þannig að hallast var að því að hún hefði fengið einhversonar krmpa....jafnvel flog.Crying Það er semsé hafin vakt á mínum bæ, þarf að fylgjast með hvort þetta gerist aftur. 'Eg er nú 5. barna móðir og hef lent í úmsu um dagana með börnin mín stór og smá.....en þetta var skelfilegt. Mannfólkið getur oftast tjáð sig munnlega, en dýrin bara með líkamstjáningu. Við verðum lengi að jafna okkur á þessu. Annað sem er líka slæmt, ég veit ekkert um uppruna Ronju, og þarf nú virkilega að reyna að grafast fyrir um það. En jæja þannig fór sem sagt dagunn í gær, við reynum bara að vera björt og vona það besta. Hafið öll góðan dag, og hugsið hlýlega til skottunnar minnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Æi þetta er leiðinlegt að heyra, litli pommarinn sem við áttum fékk flogakast einu sinni á ári, hryllilegt að horfa upp á, en ekkert hægt að gera við því, þessi köst komu bara, eina merkið sem við sáum fyrir kast, var að hann ældi slími svona 2-3 tímum áður, hann var svona 10-12 tíma að jafna sig en sprækur eftir það

gangi ykkur vel  

Svanhildur Karlsdóttir, 18.2.2008 kl. 09:35

2 Smámynd: Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador

Takk fyrir þetta, vonum allt það besta. Vitum að hundar sem og fólk geta lifað eðlilegu lífi þrátt fyrir fogaveiki. Hún fær þá í versta falli lyf við þessu.

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 18.2.2008 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador
Fjölskylda  farin í hundana Dog 5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 20298

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband