Leita í fréttum mbl.is

Erum enn að

Jæja við erum enn að þjálfa innkall og göngu við hæl. Þetta gengur svona hægt og bítandi, er farið að örla á trausti og leitar eftir gælum meira en í upphafinu. Lilo er að fara til Dýra í næstu viku, almenn skoðun og atferlisskoðun. 'I frammhaldi af því skoðum við að fara á námskeið. Veit bara ekki hverskonar námskeið hentar best hundum á hennar aldri....7.mánaða, en leitum ráða hjá lækninum kannski. Annars öll ráð vel þeginGrin Við erum líka að æfa að hoppa í skottið. en það gengur nú ekki of velWhistling þarf að draga hana að bílnum lyfta frammloppunum á kantinn og svo ýta undir botninnBlush Búin að marg reyna tilhlaup, en mín stoppar langt frá og er eins og staður asni. Við fórum svolítið seint af stað í gærkvöldi í gerðið, grenjandi rigning og rok og mín svona svört að hún sást varla. Við komum við í Dýrabúðinni til að ná okkur í endurskins vesti, og fengum þá að vita að krúttið er með svokallaðan einfaldan feld, og þolir ylla kulda og bleytu. Minn 14 ára varð pínu spældur.....honum fynnst halló að klæða svona stóran hund.....en ekki viljum við hafa hana kvefaða ræfilinn, svo það þarf að kaupa á hana eitthvað til að halda henni þurriInLove

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador
Fjölskylda  farin í hundana Dog 5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 20288

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband