Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Kapphlaup í matinn!!

Já nú er það svo, að það verður kapphlaup á milli manna og hunda á matartímum. Strákarnir mínir eru mikið að grilla sér brauð í hádeginu....eru svo heppnir að geta skotist heim úr skólanum og nært sig. Fannst mér að vísu osturinn grunsamlega fljótur að hverfa, hafði náð í stórt stykki í fyrradag og var það búið í gær. Nú skýringin fannst undir púðanum í bælinu hennar Lilo, OSTAVEISLA, þar afleiðandi slæmur malli í gærSick Svo mín ákvað að gefa eitthvað gott í magan í gærkvöldi, , kjúlli fyrir menn og hundaHeart Sauð kjúllann ofan í hundana og grillaði fyrir okkur, sauð svo hrígrjónin í kjúllasoðinu og tætti allt niður í skál. Er svo bara að bardúsast með franskar og fl, þegar eldri guttinn kemur með diskinn og hrúgar á hann hundamatnum....með þeim orðum að þetta sé nú bara gott svonaW00t 'Eg hló nú svo mikið að ég ætlaði aldrei að koma því út ú mér að þetta væri hundamaturinn, þá var vinurinn búinn að fá sér einn disk og var á prsjón nr tvöLoL hikaði augnablik, er lét slag standa og fékk sér vel á diskinn nammi. Vel líkaði líka hundunum, og hvarf af skálunum á augabragði. Restin af þeim grillaða fer nú sennilega bara ofaní hrísgrjón í kvöld fyrir herrana, spurning um að blanda kannski smá þurrfóðri með Kissing

Hundasýning

Það verður fjör hjá okkur um helgina, ætla sannarlega að kíkja við báða dagana. Wink
mbl.is Alþjóðleg hundasýning í reiðhöll Fáks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ronja móðguð!!

'I enn einu rifrildinu á Amercan Idol þá líkir Simon Cowell Idol dómari, Ryan Seacrest við Chihuahua hund gömlu frænkunnar, sem sé ekki vel uppalinnCrying Ronja er stórmóðguð.....enda by far miklu sætari en Ryan Seacrest, þó megi auðvitað deila um stærðina...he he, þá er hann víst ekki hár í loftinu blessaðurTounge http://www.usmagazine.com/simon_cowell_compares_ryan_seacrest_to_chihuahua                 Glætan

Lifum og lærum

Það gengur á ýmsu hjá stelpuræflinum, ekki hægt annað en að vorkenna henni. Þetta hefur ekki verið eðlilegt líf hjá henni frá því hún var smástelpa, og lýsandi dæmi um hvað "frægðin" getur gert fólki sem er ekki sterkt á svellinu. 'Astæðan fyrir mínum "áhuga" á þessu öllu er að dóttir mín hefur verið aðdáandi frá upphafinu, og margar umræðurnar verið við eldhúsborðið um vandamál stúlkunnar....alvöru og tilbúin. Nú er stúlkan gersamlega búin að missa fótfestuna, og sorglegt á að horfa hversu margir eru um að notfæra sér ástand hennar sjálfum sér til framdráttar.Það er lærdómur í þessu öllu saman, og við lærum svo lengi sem við lifum. 12790-britney26bday
mbl.is Rannsakað hvort Britney hafi verið byrluð lyf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

'Afallahjálp

Já, ég er ekki viss um að þetta myndi gagnast okkar löggæslu, nema þá helst til að hreinlega sjokkera skemmtana lífið í miðbænum um helgar. Sé fyrir mér 3-4 saman einkennisklædda, með hendur yfir höfuð á tánum í þreföldum snúningiShocking Fólkið myndi sennilega hlaupa í skelfingu heim til sín, og mynnast með hryllingi....helgarinnar sem það fékk tremmannSick
mbl.is Lögreglumenn læra ballett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgin

Jæja þá er enn einni vinnuhelginni lokið, ljúft til þess að hugsa um fríið næstu helgiWink Við stelpurnar erum búnar að vera frekar spakar, fórum á flakk á laugardaginn, skoða litlar kisur sem Lára "hunda" frænka ætlar að ættleiða....svaka sætarInLove Þá fórum við á Geirsnefið að skrölta. Lilo er nú öll að koma til, gegnir svona sæmilega kalli og skokkar ekki undan þegar á að festa tauminn. Hún fékk nú smérþefinn af því að vera "lítill" hundur, því þarna kom svakalega fallegur strákur "stóri dan" Golíat, og var hann alveg til í að leikaLoL Tröllabarnið mitt var nú ansi smátt þarna á hlaupunum, og fékk hún sinn skerf af traðki þarna....allt í góðu.... og mjög gaman hjá þeim. Litla dívan hékk bara að mestu í fótunum á frænkunni....viss um að hún yrði tekin uppHalo 'A sunnudaginn vorum við bara í rólegheitum, fengum okkur bara gott í gogginn og höfðum það næs í stofunni með kaffi og beinTounge Við erum að kanna hundanámskeið núna, verður spennandi að prófa eitthvað slíkt, því Lilo er mjög námfús og virðist hafa áhrif á Ronju líka, því allt í einu er hún farin að heilsa og gera hluti sem hún hefur ekki verið viljug að gera hingað til.....hef hana nú að vísu grunaða um að hafa bara farið á bakvið sófann eftir margar tilraunir til kennslu..... heilsað lagst og rúllað sér og ullað svo í áttina til okka þegar einginn sáHalo Þetta er hunda líf, og við skemmtum okkur konunglegaLoL Hafið það gott, og munið að hláturinn lengir lífið....og gerir það skemmtilegra!

Toadally spoiled

Mikið er ég orðin þreytt á þessu blauta þarna úti Devil maður er upp fyrir ökkla í drullusvaði á röltinu... sífellt að skola hunda og skó. Frostið núna Smile Þarf að fynna mér einhverja skemmtilega gönguleið með skotturnar, tröllabarnið (Lilo) er alltaf í taumi enn sem komið er, en skottið hún Ronja elskar að fá að skottast laus (enda bara stutt síðan við leifðum það) Við erum alsæl með tröllabarnið Lilo, hún var hjá dýra í vikunni að fá bólusettningarnar sínar og var viktuð.... tæp 25 kíló og er bara í fínu formi. 'Eg hafði áhyggjur því hún virtist vera að horast hjá mér, en kom í ljós að hún var bara að byggja upp vöðva og breytast í vekstinum ( þurfti að búa til auka gat á hálsólina til að þrengja) Enn erum við að þjáfa hana á göngu..... hún er alveg rosalega kröftug.. og nánast kippir manni úr lið þegar hún tekur á rás. Við erum með hana á stuttri keðju til að æfa að ganga við hæl, hummm gengur ná svona frekar hægt, "mín aðferð" er með eitthvað gott í hægri hendi, held um taum í vinstri fyrir framan, og fær hún annarslagið smá nart ef hún er dugleg að toga ekki. Ef einhver þarna með góð ráð....vel þeginWink Froskur líka góðar gönguleiðir fyrir hundafólk.

Kaninn að koma út úr skápnum?

Já það verður gaman að fylgjast með frammhaldinu af þessari frétt. Kanin er nefninlega mjög (falsklega) íhaldssamur þegar kemur að nekt, jafnvel af sklausum toga eins og brjóstagjöf á opinberum vettvangi. Ekki máttu heldur vera berbrjósta innan eigin lóðamarka... granninn gæti verið með kíkir og misboðiðWhistling
mbl.is Áfram nekt á sunnudögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tiltektin mikla !!

Já við vorum bara duglegar stelpurnar í dag og tókum til í garðinum. Þaðer nebbilega sko .... lítill hundur lítið dú dú, stór hundur stórt dú dú þannig að það var nú bara sanjarnt að Lilo hjálpaði til. Ronja var bara inni að skúra með voffaInLove P2190089

Næsta síða »

Höfundur

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador
Fjölskylda  farin í hundana Dog 5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband