Leita í fréttum mbl.is

Annað kast

Þá er það orðið nokkuð víst að hún Ronja litla tjúastelpa er flogaveik. Hún fékk slæmt kast í dag sem varði í 15 mín. Mikið ofboðslega er þetta óþægilegt, þarna er maður og getur ekket gert annað en að hlúa að dýrinu þar til kastið er yfirstaðið og voru þessar fimmtán mín eins og nokkrir klukktímar. Nú einmitt á meðan á þessu stóð fór rafmagnið, gemsin nánast rafmagnslaus en dugði þó rétt svo til að hafa samband við dýra í Garðabænum, og er litla skottið á leið í alsherjar ransókn á miðvd. Lilo er nú bara öll að koma til, allt vantraust farið og er hún nánast eins og hugur manns....bara 8 mánaða tröllabarn. Hún gegnir innkalli sonna 85%, ennþá eimir eftir af ávaxtakörfum í eyrunum...kannski bara bananarWink . Við fórum í fjöruferð um helgina og sleppti ég henni lausri í fyrsta sinn eftir að ég fékk hena, og gekk mjög vel. Einnig er hún orðin góð í hælgöngu, notaði ég ráð frá bloggvini aanana, stoppað í hvert sinn sem hún togaði stýft, og þegar lengra leið á þjálfun verlaunaði með þurrkuðum andabringum þegar hún gekk við hælinn. Djö.. lúksus á þessum dekurrófum, andabringurnar fengu þær frá ömmu sem var í Ameríkunni, ásamt öðru náttúrunnar góðgæti sem ég nefni ekki hér.....en angar ekki beint velSick en er eftirsóknarvert nammi fyrir hunda. Litla baðsjúka tröllabarnið æddi auðvitað beint í sjóinn í ferðinni góðu, sú var nú hissa...skít kalt og ekki bragðgott heldur...og var hún fljót aftur á land, þangað til hún kom auga á endur sem rugguðu í fjöruborðinu í mestu makindum og út aftur.. brrr.. fljót upp í þetta sinn og einginn sopi. Fékk hún hálftíma góða sturtu þegar heim var komið...alsæl....og sandrinn af minni, je minn. Núna er skemmtilegi tíminn, nefninlega hárlos, ryksugan á fullu og skúrað skúrað skúrað. En svolítið merkilegt, Lilo sem var svört og hvít, er núna að verða brún bröndótt. Hún er blanda af Labrad/Boxer og er að fá svona Boxer feld, veit ekki hvort þetta er algengt að hundar skypti svona um lit nánast, orðnir þetta gamlir, er strákarnir eru hrifnir segja að hún sé komin í sumarfötinTounge Já ég svo sannarlega vona að hún sé svona séð og að sumarið sé handan við horniðKissing

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi kemur eitthvað út úr þessu hjá doksa í vikunni og þú verður bara að dæla í hana illa lyktandi nauta xxxxxx í sárabætur  eitt á dag kemur skapinu í lag  knúsaður Ronju frá frænku  og fylgjendum

Lára (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 09:26

2 Smámynd: Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador

Takk sveetz, þú færð að kynnast fnyknum næstu vinnuhelgi.........segi það satt viðbjóður

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 1.4.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador
Fjölskylda  farin í hundana Dog 5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 20242

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband